Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:13 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Grand Hótel í gærkvöldi þar sem flokksráðsfundur VG fór fram. vísir/stefán Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira