Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:13 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Grand Hótel í gærkvöldi þar sem flokksráðsfundur VG fór fram. vísir/stefán Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira