Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:13 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Grand Hótel í gærkvöldi þar sem flokksráðsfundur VG fór fram. vísir/stefán Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira