Handbolti

Ómar Ingi til Álaborgar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon færi sig um set í Danmörku.
Ómar Ingi Magnússon færi sig um set í Danmörku. vísir/eyþór
Ómar Ingi Magnússon hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Álaborg. Hann mun ganga til liðs við félagið næsta sumar.

Vísir hafði áður greint frá því að þessi félagaskipti landsliðsmannsins væru yfirvofandi. Hann spilar með Århus, en hann gekk til liðs við liðið frá Val í fyrra. Samningur hans við Álaborg er til tveggja ára.

Í liði Álaborgar eru fyrir þeir Janus Daði Smárason og Arnór Atlason og þá þjálfar Aron Kristjánsson liðið.

„Ég er mjög glaður yfir því að hafa fengið Ómar til félagsins. Hann hefur kmikla hæfileika og við viljum hjálpa honum að bæta sig. Ég sé hann fyrir mér sem lykilmann hjá okkur á næstu árum,“ sagði yfirmaður handboltamála hjá danska félaginu, Jan Larsen.

Ómar Ingi á að baki 17 leiki með A-landsliði Íslands og hefur hann skorað í þeim 49 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×