Úr klóm sjálfsgagnrýni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun