Mikil bið eftir úttekt á séreignarsparnaði til íbúðarkaupa: „Lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:00 580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira