Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 23:08 Ásakanirnar um áreiti í garð unglingsstúlkna hefur ekki fælt hörðustu stuðningsmenn Moore frá því að kjósa hann. Vísir/AFP Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33