Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 23:08 Ásakanirnar um áreiti í garð unglingsstúlkna hefur ekki fælt hörðustu stuðningsmenn Moore frá því að kjósa hann. Vísir/AFP Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33