Stjórnar Akademíunni um leið og hann spilar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 10:15 Áheyrendur geta átt von á góðu kvöldi í Hörpu. NORDICPHOTOS/GettyImages Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Piazzolla ásamt Fiðlukonserti í D-dúr op. 61 eftir Beethoven eru á dagskrá fiðlusnillingsins Joshua Bell og sveitarinnar Academy of St Martin in the Fields á tónleikum í Eldborg í kvöld sem hefjast klukkan 19.30. Bell er ekki bara einn af frægustu fiðluleikurum heims, hann er tónlistarstjóri líka því hann stjórnar Akademíunni um leið og hann spilar, sem er mjög sérstakt,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Hörpu, um listafólkið sem treður upp í Hörpu í kvöld.Melkorka er verkefnastjóri í Hörpu. Fréttablaðið/Vilhelm „Bell er eftirsóttur listamaður, enda hefur hann fengið marga fimm stjörnu dóma síðustu ár, ásamt sveitinni. Hópurinn var að spila í Elbphilharmonie, nýja, flotta tónlistarhúsinu í Hamborg, í fyrrakvöld og seldu í fullan sal. Verkið eftir Piazzolla er eiginlega tangótónlist, að sögn Melkorku sem telur tónleikana hafa mikla breidd og vera aðgengilega. „Þetta er mjög djúsí prógramm og Bell er alveg svakalega flottur,“ fullyrðir hún. Mikill undirbúningur er að því að fá svona hljómsveit til landsins að sögn Melkorku. „En jafnframt er það mikill lúxus eftir að Eldborg kom,“ segir hún, „því Hapra fær mikla jákvæða athygli og háklassatónlistarfólk erlendis sýnir því áhuga að koma og spila hér. Þess vegna getum við valið úr,“ segir hún. Ekki getur samt tónlistarfólkið sem um ræðir nú mikið séð af landinu í þetta sinn. Það kom í gærkveldi og fer strax á morgun. „Akademían er á stöðugu tónleikaferðalagi. Hún kemur fram á 80 tónleikum í 16 löndum á þessu starfsári og samhliða því stendur hún fyrir námskeiði fyrir skólabörn,“ segir Melkorka. „Hún heldur líka úti samstarfi við Southbank sinfóníuna, Guildhall School of Music and Drama og Royal Northern College of Music. Þetta er duglegt fólk.“ Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Piazzolla ásamt Fiðlukonserti í D-dúr op. 61 eftir Beethoven eru á dagskrá fiðlusnillingsins Joshua Bell og sveitarinnar Academy of St Martin in the Fields á tónleikum í Eldborg í kvöld sem hefjast klukkan 19.30. Bell er ekki bara einn af frægustu fiðluleikurum heims, hann er tónlistarstjóri líka því hann stjórnar Akademíunni um leið og hann spilar, sem er mjög sérstakt,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Hörpu, um listafólkið sem treður upp í Hörpu í kvöld.Melkorka er verkefnastjóri í Hörpu. Fréttablaðið/Vilhelm „Bell er eftirsóttur listamaður, enda hefur hann fengið marga fimm stjörnu dóma síðustu ár, ásamt sveitinni. Hópurinn var að spila í Elbphilharmonie, nýja, flotta tónlistarhúsinu í Hamborg, í fyrrakvöld og seldu í fullan sal. Verkið eftir Piazzolla er eiginlega tangótónlist, að sögn Melkorku sem telur tónleikana hafa mikla breidd og vera aðgengilega. „Þetta er mjög djúsí prógramm og Bell er alveg svakalega flottur,“ fullyrðir hún. Mikill undirbúningur er að því að fá svona hljómsveit til landsins að sögn Melkorku. „En jafnframt er það mikill lúxus eftir að Eldborg kom,“ segir hún, „því Hapra fær mikla jákvæða athygli og háklassatónlistarfólk erlendis sýnir því áhuga að koma og spila hér. Þess vegna getum við valið úr,“ segir hún. Ekki getur samt tónlistarfólkið sem um ræðir nú mikið séð af landinu í þetta sinn. Það kom í gærkveldi og fer strax á morgun. „Akademían er á stöðugu tónleikaferðalagi. Hún kemur fram á 80 tónleikum í 16 löndum á þessu starfsári og samhliða því stendur hún fyrir námskeiði fyrir skólabörn,“ segir Melkorka. „Hún heldur líka úti samstarfi við Southbank sinfóníuna, Guildhall School of Music and Drama og Royal Northern College of Music. Þetta er duglegt fólk.“
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira