Innlent

Dýragarð á skólalóðina og endalaust nammi í frímínútum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Allir árgangar Vogaskóla hittust í dag og ræddu málefni tengd skólanum á skólaþingi. Hópstjóri var í hverjum hópi með nemendum á öllum aldri. Hópstjórarnir fóru á leiðtoganámskeið til að æfa sig í gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.

Hóparnir hafa til að mynda velt fyrir sér hvernig sé hægt að gera frímínútur betri og mörgum fannst mikilvægt að allir væru vinir og bannað væri að stríða.

Alls kyns skemmtilegar hugmyndir komu upp, til dæmis að hafa ís og nammi í öllum frímínútum, vatnsrennibrautagarð, fara til útlanda og að það séu frímínútur allan daginn.

Nemendur og kennarar munu fara yfir hugmyndirnar á morgun. Sumum verður komið strax í verk, aðrar þurfa lengri undirbúningstíma og einhverjar halda bara áfram að vera skemmtileg hugmynd enda erfiðar í framkvæmd.

„Það eru alltaf skrýtnar hugmyndir en það er gaman," segir Iðunn Gunnsteinsdóttir, nemandi í Vogaskóla. Hún vonar að kennararnir taki hugmyndirnar alvarlega og komi þeim flestum í framkvæmd.

„Því krakkar hafa líka raddir og þau eiga að segja hvað þeim finnst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×