Gætu greitt upp öll lán á innan við fimm árum Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Hagfræðideildin spáir því að íbúðafjárfesting aukist um 28 prósent í ár og 20 prósent á næsta ári. vísir/pjetur Aðstæður til aukinnar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi hafa líklega aldrei verið betri en nú. Eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust 2002 og þá hefur verulega dregið úr skuldsetningu á undanförnum árum. Það tæki fyrirtæki í atvinnulífinu að jafnaði minna en fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í gær en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans mun atvinnuvegafjárfesting aukast um rúmlega átta prósent á þessu ári og því næsta. Árið 2020 er gert ráð fyrir að mesti fjárfestingarkúfurinn í núverandi uppsveiflu verði að baki og þá verði um tveggja prósenta samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Á það er bent í umfjöllun hagfræðideildar að lykilþáttur í fjárfestingaákvörðunum margra fyrirtækja sé gengi krónunnar og væntingar um gengisþróun til lengri tíma. Þannig fari jafnan saman aukin fjárfesting og styrking krónunnar en raungengið hefur sjaldan verið hærra. Mjög stór hluti atvinnuvegafjárfestingar kemur erlendis frá í gegnum innflutning og því hefur gengisstyrking krónu að undanförnu gert fjárfestingu ódýrari í krónum talið.Sterkt gengi krónunnar, ásamt því að fjárhagsstaða fyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum, þýðir því að „jarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjósamur og nú,“ segir í riti hagfræðideildarinnar. Þannig var eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins 42 prósent í árslok 2015 og hefur ekki áður mælst hærra. Hækkandi eiginfjárhlutfall má að töluverðu leyti skýra með lækkun skulda, einkum erlendra langtímalána. Þessi þróun, eins og útskýrt er í ritinu, hefur þýtt að mjög hefur dregið úr skuldsetningu rekstrar. Í lok 2016 var hlutfall langtímaskulda og hagnaðar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 4,7 en á þann mælikvarða tæki það undirliggjandi rekstur tæp fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Er hlutfallið í dag með því lægsta sem verið hefur í fimmtán ár. „Á þennan mælikvarða má því ætla að undirliggjandi rekstur þoli meiri skuldsetningu og því sé umtalsvert rými til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu,“ segir í ritinu. Hagfræðideildin telur að á næstu árum verði einnig aukinn kraftur í fjárfestingu hins opinbera. Spáir deildin því að hún aukist um níu prósent í ár og á næsta ári og síðan um fimmtán prósent á árunum 2019 og 2020. Er á það bent í ritinu að mikil umræða hefur verið um nauðsyn viðhalds og uppbyggingar ýmissa innviða. Þörfin á endurbótum sé jafn aðkallandi innan sveitarfélaganna og á vettvangi ríkisins. Opinber fjárfesting var að jafnaði 4 til 5 prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 1998 til 2008 en á allra síðustu árum hefur þetta hlutfall lækkað mjög og verið um 3 prósent. Samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildarinnar verður hlutfallið komið í 3,5 prósent 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Aðstæður til aukinnar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi hafa líklega aldrei verið betri en nú. Eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust 2002 og þá hefur verulega dregið úr skuldsetningu á undanförnum árum. Það tæki fyrirtæki í atvinnulífinu að jafnaði minna en fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í gær en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans mun atvinnuvegafjárfesting aukast um rúmlega átta prósent á þessu ári og því næsta. Árið 2020 er gert ráð fyrir að mesti fjárfestingarkúfurinn í núverandi uppsveiflu verði að baki og þá verði um tveggja prósenta samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Á það er bent í umfjöllun hagfræðideildar að lykilþáttur í fjárfestingaákvörðunum margra fyrirtækja sé gengi krónunnar og væntingar um gengisþróun til lengri tíma. Þannig fari jafnan saman aukin fjárfesting og styrking krónunnar en raungengið hefur sjaldan verið hærra. Mjög stór hluti atvinnuvegafjárfestingar kemur erlendis frá í gegnum innflutning og því hefur gengisstyrking krónu að undanförnu gert fjárfestingu ódýrari í krónum talið.Sterkt gengi krónunnar, ásamt því að fjárhagsstaða fyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum, þýðir því að „jarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjósamur og nú,“ segir í riti hagfræðideildarinnar. Þannig var eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins 42 prósent í árslok 2015 og hefur ekki áður mælst hærra. Hækkandi eiginfjárhlutfall má að töluverðu leyti skýra með lækkun skulda, einkum erlendra langtímalána. Þessi þróun, eins og útskýrt er í ritinu, hefur þýtt að mjög hefur dregið úr skuldsetningu rekstrar. Í lok 2016 var hlutfall langtímaskulda og hagnaðar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 4,7 en á þann mælikvarða tæki það undirliggjandi rekstur tæp fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Er hlutfallið í dag með því lægsta sem verið hefur í fimmtán ár. „Á þennan mælikvarða má því ætla að undirliggjandi rekstur þoli meiri skuldsetningu og því sé umtalsvert rými til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu,“ segir í ritinu. Hagfræðideildin telur að á næstu árum verði einnig aukinn kraftur í fjárfestingu hins opinbera. Spáir deildin því að hún aukist um níu prósent í ár og á næsta ári og síðan um fimmtán prósent á árunum 2019 og 2020. Er á það bent í ritinu að mikil umræða hefur verið um nauðsyn viðhalds og uppbyggingar ýmissa innviða. Þörfin á endurbótum sé jafn aðkallandi innan sveitarfélaganna og á vettvangi ríkisins. Opinber fjárfesting var að jafnaði 4 til 5 prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 1998 til 2008 en á allra síðustu árum hefur þetta hlutfall lækkað mjög og verið um 3 prósent. Samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildarinnar verður hlutfallið komið í 3,5 prósent 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira