Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun