Gamli KR-ingurinn sagði „nei takk“ við Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 11:00 André Hansen. Vísir/EPA Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira