Gamli KR-ingurinn sagði „nei takk“ við Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 11:00 André Hansen. Vísir/EPA Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira