Lokuð inni á kaffihúsi við Oxford Street í rúman klukkutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 19:11 Hermann og dætur hans, Marta Björg og Halldóra, voru alsæl að komast út af kaffihúsinu eftir að hafa verið lokuð þar inni í rúman klukkutíma. Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af. Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af.
Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila