Mnangagwa lofar að þjóna öllum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve. Nordicphotos/AFP Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00
Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15
Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila