Íslenski boltinn

Kristinn Freyr á heimleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Freyr lék í fimm ár með Val.
Kristinn Freyr lék í fimm ár með Val. vísir/anton
Besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2016, Kristinn Freyr Sigurðsson, er á heimleið eftir stutta dvöl í atvinnumennsku. Þetta kom fram í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

Kristinn Freyr er að klára sín mál hjá Sundsvall í Svíþjóð samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365.

Ljóst er að Kristinn Freyr snýr aftur í Pepsi-deildina næsta sumar en hann hefur átt í óformlegum viðræðum við tvö lið hér heima. Mál hans ættu að skýrast betur eftir helgina.

Kristinn Freyr er uppalinn Fjölnismaður en gekk í raðir Valsmanna 2012. Hann varð bikarmeistari með Val 2015 og 2016.

Sumarið 2016 skoraði Kristinn Freyr 13 mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni og var valinn besti leikmaður hennar.

Kristinn Freyr hefur leikið einn A-landsleik, gegn Mexíkó í Los Angeles fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×