Handbolti

Stórt tap í Dresden

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar töpuðu stórt fyrir Þýskalandi.
Íslensku stelpurnar töpuðu stórt fyrir Þýskalandi. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk skell gegn því þýska, 32-19, í vináttulandsleik í Dresden í dag. Þjóðverjar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12.

Þetta var fyrsti leikur Íslands af þremur í þessari æfinga- og keppnisferð. Á mánudaginn og þriðjudaginn mæta Íslendingar Slóvökum.

Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fjögur mörk og var markahæst í íslenska liðinu.

Andrea Jacobsen, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Helena Rut Örvarsdóttir skoruðu tvö mörk hver.

Mörk Íslands:

Eva Björk Davíðsdóttir 4, Andrea Jacobsen 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×