Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2017 21:00 Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Geir H. Haarde var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu líkt og segir í niðurstöðu dómsins en sakfelldur fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Allur sakarkostnaður málsins var greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal 25 milljóna króna málsvarnarlaun Andra Árnasonar verjanda Geirs. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag í máli Geirs gegn íslenska ríkinu að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við ákvæði mannréttindasáttmálans í Landsdómsmálinu. Hvorki var brotin málsmeðferð á Geir né var brotinn á honum réttur vegna skorts á refsiheimild í málinu. Frá dómsuppkvaðningu í Landsdómsmálinu 23. apríl 2012 hefur sú umræða reglulega skotið upp kollinum á vettvangi stjórnmálanna að leggja beri niður Landsdóm. Árið 2013 sagði Bjarni Benediktsson að þáverandi ríkisstjórn myndi beita sér fyrir því að leggja Landsdóm niður. „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 hinn 29. júní 2013. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands blandaði sér svo í þessa umræðu í viðtali við Tímarit Lögréttu í mars á þessu ári. „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna talaði síðan á þessum nótum í fréttum okkar á fimmtudag.„Það er löngu tímabært að endurskoða þetta landsdómskerfi. Þótt íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið Mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ sagði Katrín. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við HÍ fjallar um þetta í sérstökum kafla í riti sínu Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds. Þar segir: „Er pólitíska ábyrgðin nægileg vörn gegn misbeitingu valds af hálfu ráðherra og eru nægilegar refsiheimildir um brot ráðherra í ákvæðum alm. hgl. um brot í opinberu starfi? Þegar núgildandi lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm voru sett í byrjun sjöunda áratugarins var þessari spurningu svarað neitandi. Bent var á þá sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.“ (bls. 400). Björg segir jafnframt: „Ekkert stendur því í vegi að heildarendurskoðun fari fram á lögum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. (…) Aðalatriðið er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort enn sé þörf á að mæla fyrir um sérstaka lagalega ábyrgð ráðherra í stjórnarskrá þar sem þingið sjálft hefur ákæruvald.“ (bls. 420). Engu svarað um hvað eigi að koma í staðinn Ljóst er að pólitíkin á Íslandi hefur ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þá hefur heldur ekki átt sér stað umræða um hvort það sé fullnægjandi að mæla fyrir um refsiábyrgð ráðherra í almennum hegningarlögum líkt og gildir um opinbera embættismenn. Eins og Björg rekur í sinni bók var það ekki talið heppilegt á sínum tíma. Fréttastofan bar þetta á ný undir Katrínu Jakobsdóttur, sem verður að öllum líkindum forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. „Mjög margir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina bent á að þessi ákvæði eins og þau eru núna í lögum og stjórnarskrá séu úrelt. Það hafa verið hugmyndir ræddar, fordæmi til að mynda frá Noregi, en við höfum bara ekki náð að komast áfram í þessari umræðu. Því miður,“ sagði Katrín í dag. Landsdómur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Geir H. Haarde var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu líkt og segir í niðurstöðu dómsins en sakfelldur fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Allur sakarkostnaður málsins var greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal 25 milljóna króna málsvarnarlaun Andra Árnasonar verjanda Geirs. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag í máli Geirs gegn íslenska ríkinu að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við ákvæði mannréttindasáttmálans í Landsdómsmálinu. Hvorki var brotin málsmeðferð á Geir né var brotinn á honum réttur vegna skorts á refsiheimild í málinu. Frá dómsuppkvaðningu í Landsdómsmálinu 23. apríl 2012 hefur sú umræða reglulega skotið upp kollinum á vettvangi stjórnmálanna að leggja beri niður Landsdóm. Árið 2013 sagði Bjarni Benediktsson að þáverandi ríkisstjórn myndi beita sér fyrir því að leggja Landsdóm niður. „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 hinn 29. júní 2013. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands blandaði sér svo í þessa umræðu í viðtali við Tímarit Lögréttu í mars á þessu ári. „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna talaði síðan á þessum nótum í fréttum okkar á fimmtudag.„Það er löngu tímabært að endurskoða þetta landsdómskerfi. Þótt íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið Mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ sagði Katrín. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við HÍ fjallar um þetta í sérstökum kafla í riti sínu Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds. Þar segir: „Er pólitíska ábyrgðin nægileg vörn gegn misbeitingu valds af hálfu ráðherra og eru nægilegar refsiheimildir um brot ráðherra í ákvæðum alm. hgl. um brot í opinberu starfi? Þegar núgildandi lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm voru sett í byrjun sjöunda áratugarins var þessari spurningu svarað neitandi. Bent var á þá sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.“ (bls. 400). Björg segir jafnframt: „Ekkert stendur því í vegi að heildarendurskoðun fari fram á lögum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. (…) Aðalatriðið er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort enn sé þörf á að mæla fyrir um sérstaka lagalega ábyrgð ráðherra í stjórnarskrá þar sem þingið sjálft hefur ákæruvald.“ (bls. 420). Engu svarað um hvað eigi að koma í staðinn Ljóst er að pólitíkin á Íslandi hefur ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þá hefur heldur ekki átt sér stað umræða um hvort það sé fullnægjandi að mæla fyrir um refsiábyrgð ráðherra í almennum hegningarlögum líkt og gildir um opinbera embættismenn. Eins og Björg rekur í sinni bók var það ekki talið heppilegt á sínum tíma. Fréttastofan bar þetta á ný undir Katrínu Jakobsdóttur, sem verður að öllum líkindum forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. „Mjög margir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina bent á að þessi ákvæði eins og þau eru núna í lögum og stjórnarskrá séu úrelt. Það hafa verið hugmyndir ræddar, fordæmi til að mynda frá Noregi, en við höfum bara ekki náð að komast áfram í þessari umræðu. Því miður,“ sagði Katrín í dag.
Landsdómur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira