Ætla að leggja Landsdóm niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2013 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni. Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni.
Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52
Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01
Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09