Allir vilja fá samgöngumálin Aðalheiður Ámundadóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. nóvember 2017 06:00 Fundarhöld stóðu yfir um helgina og er markmiðið að mynda stjórn fyrir vikulok. vísir/ernir Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti. Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti.
Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira