Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Hvelfingin lítur helst út eins og fljúgandi diskur. Myndin var tekin árið 1980 þegar smíði hvelfingarinnar var nýlokið. Vísir/AFP Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu. Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu.
Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira