Ráðherraskipan rædd í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36
Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47