Ráðherraskipan rædd í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36
Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent