Ráðherraskipan rædd í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36
Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47