Maðurinn grunaður um árásina í New York segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2017 23:30 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00
Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17