Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 23:30 Hundruð lögregluþjóna og bráðaliða þustu á vettvang eftir árásina. Vísir/EPA Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn. Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn.
Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56