585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:10 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Alexandra Rapaport, Sofia Helin og Lena Endre. Vísir/Getty/EPA 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein.
Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira