Handbolti

FH-ingar unnu vítakeppnina sögulegu og eru komnir áfram | Sjáðu vítakeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Rafnsson skoraði úr síðasta víti FH-inga.
Ísak Rafnsson skoraði úr síðasta víti FH-inga. vísir/anton
FH er komið áfram í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir sigur á St. Pétursborg í vítakastkeppni, 3-4, ytra í morgun.

Ísak Rafnsson tryggði FH-ingum farseðilinn í 3. umferðina þegar hann skoraði úr síðasta víti þeirra.

Ágúst Elí Björgvinsson átti hvað stærstan þátt í sigri FH en hann varði tvö víti frá Rússunum.

Ásbjörn Friðriksson brenndi af fyrsta víti FH-inga sem voru pottþéttir á vítalínunni eftir það. Einar Rafn Eiðsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ísak skoruðu úr sínum vítum.

FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í næstu umferð EHF-bikarsins.

Vítakeppnin:

1-0 Viktor Babkin skorar

1-0 Ásbjörn Friðriksson skýtur framhjá

1-0 Dmitry Bogdanov varið

1-1 Einar Rafn Eiðsson skorar

1-1 Alexander Izmailov varið

1-2 Óðinn Þór Ríkharðsson skorar

2-2 Pavel Kungurov skorar

2-3 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar

3-3 Dmitrii Kiselev skorar

3-4 Ísak Rafnsson skorar

Vítakeppnina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Tveggja nátta vítaferð FH-inga

FH ferðast 5.400 kílómetra frá Íslandi til Rússlands og aftur til baka til að framkvæma eina vítakastkeppni. Liðið lendir aftur á Íslandi á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn mætir liði frá Slóvakíu í 3. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×