Sterk tengsl – stór og litrík sýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 09:15 Derek Mundell og Jónína - Ninný segja vatnslitamálara finna fyrir sterkri tengingu sín á milli, skilningi og gagnkvæmum áhuga á viðfangsefnum hver annars. Vísir/Vilhelm „Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira