Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 19:47 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“ MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49