Gunnar dreymdi um að fá að mæta Stephen „Wonderboy“ Thompson en nú hefur íslenski víkingurinn boðið Darren Till upp í dans.
Gunnar svaraði Instagram-færslu Darren Till þar sem hann sagðist vera til í bardaga við hann hvenær sem er. „Ég er klár stóri strákur“ skrifaði Gunnar þegar Till var að pirrast yfir því að enginn þorði í hann.
Darren Till pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum og hélt að hann væri að fá risabardaga á móti sjálfum sjálfan Stephen „Wonderboy“ Thompson á heimavelli. Þjálfari Thompson sagði hinsvegar að skjólstæðingur sinn hefði engan áhuga á því að berjast við Till á þessum tímapunkti.
Darren Till tjáði sig um þetta inn á Instagram-síðu sinni þar sem hann talaði um að enginn þori í sig. Hann lét það reyndar fylgja að hann væri svo öflugur að hann sjálfur myndi líklega hlaupa af hólmi.
Gunnar svaraði honum hinsvegar og kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum.
Faðir hans, Haraldur Dean Nelson, blandaði sér einnig í málið og lagði til að bardaginn færi annaðhvort fram í London eða Liverpool.
Það má lesa samskipti þeirra félaga inn á Instagram í kvöld hér fyrir neðan.
They’re all running scared, fuck... I would run from me!!
A post shared by Till (@darrentill2) on Nov 10, 2017 at 5:16am PST