Borgarbúar biðu í allt að fjóra tíma í röð eftir dekkjaskiptum í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 21:00 Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér. Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér.
Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16
Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58