McConnel vill að Moore stigi til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 17:47 Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15