Ostabirgðir í landinu of miklar að mati MS Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 MS hefur áður þurft að laga til í birgðahaldi sínu. vísir/stefán Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira