Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir er í viðtali í nóvembertölublaði Glamour. Silja Magg „Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour. MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
„Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour.
MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00