Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:56 Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“ Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“
Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00