Hagsmunir neytenda 16. nóvember 2017 06:00 Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar