Við sem tölum íslensku eigum aðgang að fjársjóðum Magnús Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 10:00 Ari Páll segir að við megum ekki vera svo upptekin af smáatriðum í forminu að við fælum fólk frá því að reyna fyrir sér með málnotkun. Visir/Ernir Dagur íslenskrar tungu vekur ýmsar spurningar um íslenskuna, stöðu hennar og þróun en í bókinni Málheimar, sitthvað um málstefnu og málnotkun, sem kom út nú á haustmánuðum, er einmitt leitað svara við slíkum spurningum og fleiri til. Höfundurinn, Ari Páll Kristinsson, er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar en hann hefur á orði að í bókinni sé leitast við að skoða viðfangsefnið ekki aðeins út frá íslenskum sjónarhóli.Hjartans mál „Við sem eigum íslensku að móðurmáli, sem eru 90% þeirra sem kallast Íslendingar, höfum náttúrulega mjög sérstakt samband við íslenskuna af því að hún er okkar móðurmál. Síðan eru aðrir íbúar í landinu sem hafa annars konar samband við íslenskuna sem þjóðtungu og aðal samskiptamál landsins. En eins og er með alla hluti þá getur verið gott að víkka sjónarhornið og horfa á önnur málsamfélög og hvernig þau blasa við okkur. Spegla íslenska málsamfélagið og afstöðu okkar til eigin tungumáls í því sem við sjáum gerast í skyldum og óskyldum málsamfélögum.“ Í Málheimum kemur fram að afstaða til móðurmálsins er alls ekki viðlíka hitamál á Íslandi og það er í mörgum öðrum þjóðfélögum. Ari Páll segir að þó svo við séum oft að þrasa um ýmislegt sem varðar form tungunnar, beygingar og hvernig við umgöngumst tökuorð og nýyrði og annað slíkt, þá séu þetta í stóra samhenginu smáatriði í samanburði við hitamálin er varða stöðuna. „Víða er jafnvel tekist á um það hvort tungumál kemst á dagskrá í grunnskólum, sem er mikið hitamál í ýmsum ríkjum þar sem eru fleiri en ein tunga. Svo er annað í þessu sem okkur hættir til að gleyma en það er að málið er tiltölulega samstætt hér um allt land og í flestum þjóðfélagshópum, það er ekki fullkomlega fræðilega verjandi að tala um mállýskur á Íslandi. Það stendur vart undir nafni þó svo það heyrist á mæli okkar hvaðan af landinu við komum. Það eru aðeins smávægileg tilbrigði við t.d. Noreg og öll „slagsmálin“ sem eru enn í norsku samfélagi milli þessara tveggja ritmála sem búin voru til. Átök sem enn sér ekki fyrir endann á.“ Er þá hreinstefna íslenskunnar lúxusvandamál? „Já, ef sjónarhornið er nógu vítt, þá má segja það. En hins vegar þá er þetta okkar hjartans mál sem eigum íslenskuna að móðurmáli og þá verður það að sjálfsögðu hitamál.“Aðgangur að fjársjóðum Víða hefur tungumálum verið beitt í pólitískum tilgangi og dæmi um slíkt er til að mynda að finna hjá þjóðernisflokknum Sönnum Finnum og útilokunarstefnu þeirra gagnvart sænskunni. En skyldi Ari Páll sjá fyrir sér sambærilega beitingu íslenskunnar í pólitískum tilgangi? „Þegar hugmyndafræði á borð við þá sem Sannir Finnar boða þá er öllum meðulum beitt. Tungumál ákveðins hóps er svo augljós samnefnari að það er eins og litur á treyjum hjá íþróttafélagi sem bindur saman vissan hóp. Þá er afar nærtækt að nota eða misnota tungumál til þess að þjóna jafnvel annarlegum markmiðum. En það er eitt af þeim erindum sem ég þykist vera að reka í þessari bók minni að málstýring og málrækt sem horfir til samhengisins í íslensku ritmáli á fullkominn rétt á sér þótt við grípum ekki til slíkra raka til að réttlæta það. Þjóðrembingurinn á ekkert erindi í eðlilega og skynsamlega ræktun og verndun tungunnar.“ Ari Páll leggur áherslu á að með málrækt er átt við það að málnotendur standi saman um það að gera þjóðtungu sína sem best nothæfa til þess að fást við daglegt líf og sem samskiptamál. „En hitt atriðið sem er ekki síður mikilvægt og er jafnvel það mikilvægasta varðandi íslenskuna, sem er að þetta tiltekna tungumál tengir okkur við fortíð sem við eigum auðveldan aðgang að ef ritmálið breytist ekki mjög mikið. Fortíð sem hefur menningarlegt gildi hvort sem það rennur íslenskt DNA í okkar æðum eða eitthvað annað. Þetta eru menningarverðmæti sem eru mikilvæg og við sem tölum íslensku eigum mjög auðveldan aðgang að svo miklum fjársjóðum. En þetta er auðvitað ákveðinn línudans, að misnota ekki þessi hugtök til þess að útiloka ekki aðra hópa.“Spurning um ábyrgð Nú er innflytjendum talsvert að fjölga á Íslandi og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig við eigum að nálgast þetta í þessu samhengi. „Skólakerfið er aðalatriðið í þessu og síðan er mikilvægt að taka líka vel utan um þá sem eru að læra íslensku sem annað mál. Þar sem íslenskan er þjóðtunga þá markar færni í íslensku óhjákvæmilega hvers konar framtíð býðst, hvers konar störfum við getum sinnt. Hversu góð tök viðkomandi hefur á verkfærinu skiptir máli þannig að það er mikilvægt að sinna þessu vel. Þannig að ef við horfum bara á þá sem eru að flytja hingað fullorðnir þá er mikilvægt að fyrirtæki hafi einhverja málstefnu. Ákveði til að mynda hvert er samskiptamálið á vinnustaðnum og ekki síður að liðka til með þjálfun í íslensku, niðurgreiða námskeið, gera starfsfólki fært að sækja þau á vinnutíma og fleira. Þetta er allt spurning um samfélagslega ábyrgð og að taka afstöðu með íslenskunni. Svo þarf samfélagið auðvitað allt að vera samtaka í því að fólk finni ekki fyrir fordómum og neikvæðni þegar viðkomandi er að prófa sig áfram með að nota íslenskuna. Við megum ekki vera svo upptekin af smáatriðum í forminu að við fælum fólk frá því að reyna fyrir sér með málnotkun.“Óþarfa eftirgjöf Oft er talað um enskuna sem helstu ógn íslenskunnar enda virðist það færast í vöxt að enskan sé notuð sem fyrsti málkostur í ýmsum tilvikum. Nú stendur til að mynda yfir sviðslistahátíðin Everybodys’s Spectacular sem er fjarri því að vera einsdæmi um viðburð þar sem enskan virðist vera í öndvegi. „Já, þetta eitt af stóru málunum. Að íslenskan, burtséð frá því hvernig hún er töluð eða skrifuð, njóti þess trausts að við höfum hana í fyrsta sæti. Hún hefur verið í fyrsta sæti í samfélaginu okkar og við getum ekki lokað augunum fyrir því að það er fjöldi fólks sem næst best til á öðrum tungumálum, okkur hættir reyndar til að gleyma að það séu til önnur erlend tungumál en enska, en það þarf að vera eitthvert heilbrigt jafnvægi þarna. Það sem helst gæti ógnað stöðu íslenskunnar sem aðaltungumáls er þessi óþarfa eftirgjöf í stóru og litlu.“ Ari Páll segir að Dagur íslenskrar tungu sé einmitt góð áminning um þetta. „Það er svo auðvelt að gleyma því í amstrinu frá degi til dags hvað íslenskan er sterkur þáttur í sjálfsmynd einstaklinga og hópa. Tungumálið skiptir okkur öll svo miklu máli og þess vegna erum við að fagna degi þjóðtungunnar á þessum tiltekna degi. Það brýnir okkur öll í því að hugleiða gildi hennar fyrir okkur bæði sem samfélag og einstaklinga, auk þess að vera ágætis tilefni til málræktar bæði í skólastarfi og víðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember. Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu vekur ýmsar spurningar um íslenskuna, stöðu hennar og þróun en í bókinni Málheimar, sitthvað um málstefnu og málnotkun, sem kom út nú á haustmánuðum, er einmitt leitað svara við slíkum spurningum og fleiri til. Höfundurinn, Ari Páll Kristinsson, er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar en hann hefur á orði að í bókinni sé leitast við að skoða viðfangsefnið ekki aðeins út frá íslenskum sjónarhóli.Hjartans mál „Við sem eigum íslensku að móðurmáli, sem eru 90% þeirra sem kallast Íslendingar, höfum náttúrulega mjög sérstakt samband við íslenskuna af því að hún er okkar móðurmál. Síðan eru aðrir íbúar í landinu sem hafa annars konar samband við íslenskuna sem þjóðtungu og aðal samskiptamál landsins. En eins og er með alla hluti þá getur verið gott að víkka sjónarhornið og horfa á önnur málsamfélög og hvernig þau blasa við okkur. Spegla íslenska málsamfélagið og afstöðu okkar til eigin tungumáls í því sem við sjáum gerast í skyldum og óskyldum málsamfélögum.“ Í Málheimum kemur fram að afstaða til móðurmálsins er alls ekki viðlíka hitamál á Íslandi og það er í mörgum öðrum þjóðfélögum. Ari Páll segir að þó svo við séum oft að þrasa um ýmislegt sem varðar form tungunnar, beygingar og hvernig við umgöngumst tökuorð og nýyrði og annað slíkt, þá séu þetta í stóra samhenginu smáatriði í samanburði við hitamálin er varða stöðuna. „Víða er jafnvel tekist á um það hvort tungumál kemst á dagskrá í grunnskólum, sem er mikið hitamál í ýmsum ríkjum þar sem eru fleiri en ein tunga. Svo er annað í þessu sem okkur hættir til að gleyma en það er að málið er tiltölulega samstætt hér um allt land og í flestum þjóðfélagshópum, það er ekki fullkomlega fræðilega verjandi að tala um mállýskur á Íslandi. Það stendur vart undir nafni þó svo það heyrist á mæli okkar hvaðan af landinu við komum. Það eru aðeins smávægileg tilbrigði við t.d. Noreg og öll „slagsmálin“ sem eru enn í norsku samfélagi milli þessara tveggja ritmála sem búin voru til. Átök sem enn sér ekki fyrir endann á.“ Er þá hreinstefna íslenskunnar lúxusvandamál? „Já, ef sjónarhornið er nógu vítt, þá má segja það. En hins vegar þá er þetta okkar hjartans mál sem eigum íslenskuna að móðurmáli og þá verður það að sjálfsögðu hitamál.“Aðgangur að fjársjóðum Víða hefur tungumálum verið beitt í pólitískum tilgangi og dæmi um slíkt er til að mynda að finna hjá þjóðernisflokknum Sönnum Finnum og útilokunarstefnu þeirra gagnvart sænskunni. En skyldi Ari Páll sjá fyrir sér sambærilega beitingu íslenskunnar í pólitískum tilgangi? „Þegar hugmyndafræði á borð við þá sem Sannir Finnar boða þá er öllum meðulum beitt. Tungumál ákveðins hóps er svo augljós samnefnari að það er eins og litur á treyjum hjá íþróttafélagi sem bindur saman vissan hóp. Þá er afar nærtækt að nota eða misnota tungumál til þess að þjóna jafnvel annarlegum markmiðum. En það er eitt af þeim erindum sem ég þykist vera að reka í þessari bók minni að málstýring og málrækt sem horfir til samhengisins í íslensku ritmáli á fullkominn rétt á sér þótt við grípum ekki til slíkra raka til að réttlæta það. Þjóðrembingurinn á ekkert erindi í eðlilega og skynsamlega ræktun og verndun tungunnar.“ Ari Páll leggur áherslu á að með málrækt er átt við það að málnotendur standi saman um það að gera þjóðtungu sína sem best nothæfa til þess að fást við daglegt líf og sem samskiptamál. „En hitt atriðið sem er ekki síður mikilvægt og er jafnvel það mikilvægasta varðandi íslenskuna, sem er að þetta tiltekna tungumál tengir okkur við fortíð sem við eigum auðveldan aðgang að ef ritmálið breytist ekki mjög mikið. Fortíð sem hefur menningarlegt gildi hvort sem það rennur íslenskt DNA í okkar æðum eða eitthvað annað. Þetta eru menningarverðmæti sem eru mikilvæg og við sem tölum íslensku eigum mjög auðveldan aðgang að svo miklum fjársjóðum. En þetta er auðvitað ákveðinn línudans, að misnota ekki þessi hugtök til þess að útiloka ekki aðra hópa.“Spurning um ábyrgð Nú er innflytjendum talsvert að fjölga á Íslandi og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig við eigum að nálgast þetta í þessu samhengi. „Skólakerfið er aðalatriðið í þessu og síðan er mikilvægt að taka líka vel utan um þá sem eru að læra íslensku sem annað mál. Þar sem íslenskan er þjóðtunga þá markar færni í íslensku óhjákvæmilega hvers konar framtíð býðst, hvers konar störfum við getum sinnt. Hversu góð tök viðkomandi hefur á verkfærinu skiptir máli þannig að það er mikilvægt að sinna þessu vel. Þannig að ef við horfum bara á þá sem eru að flytja hingað fullorðnir þá er mikilvægt að fyrirtæki hafi einhverja málstefnu. Ákveði til að mynda hvert er samskiptamálið á vinnustaðnum og ekki síður að liðka til með þjálfun í íslensku, niðurgreiða námskeið, gera starfsfólki fært að sækja þau á vinnutíma og fleira. Þetta er allt spurning um samfélagslega ábyrgð og að taka afstöðu með íslenskunni. Svo þarf samfélagið auðvitað allt að vera samtaka í því að fólk finni ekki fyrir fordómum og neikvæðni þegar viðkomandi er að prófa sig áfram með að nota íslenskuna. Við megum ekki vera svo upptekin af smáatriðum í forminu að við fælum fólk frá því að reyna fyrir sér með málnotkun.“Óþarfa eftirgjöf Oft er talað um enskuna sem helstu ógn íslenskunnar enda virðist það færast í vöxt að enskan sé notuð sem fyrsti málkostur í ýmsum tilvikum. Nú stendur til að mynda yfir sviðslistahátíðin Everybodys’s Spectacular sem er fjarri því að vera einsdæmi um viðburð þar sem enskan virðist vera í öndvegi. „Já, þetta eitt af stóru málunum. Að íslenskan, burtséð frá því hvernig hún er töluð eða skrifuð, njóti þess trausts að við höfum hana í fyrsta sæti. Hún hefur verið í fyrsta sæti í samfélaginu okkar og við getum ekki lokað augunum fyrir því að það er fjöldi fólks sem næst best til á öðrum tungumálum, okkur hættir reyndar til að gleyma að það séu til önnur erlend tungumál en enska, en það þarf að vera eitthvert heilbrigt jafnvægi þarna. Það sem helst gæti ógnað stöðu íslenskunnar sem aðaltungumáls er þessi óþarfa eftirgjöf í stóru og litlu.“ Ari Páll segir að Dagur íslenskrar tungu sé einmitt góð áminning um þetta. „Það er svo auðvelt að gleyma því í amstrinu frá degi til dags hvað íslenskan er sterkur þáttur í sjálfsmynd einstaklinga og hópa. Tungumálið skiptir okkur öll svo miklu máli og þess vegna erum við að fagna degi þjóðtungunnar á þessum tiltekna degi. Það brýnir okkur öll í því að hugleiða gildi hennar fyrir okkur bæði sem samfélag og einstaklinga, auk þess að vera ágætis tilefni til málræktar bæði í skólastarfi og víðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember.
Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira