Björn Lúkas keppir til úrslita um heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 13:25 Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir
MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54
Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15