Við lifum í afbökuðum peningaheimi Örn Karlsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Örn Karlsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun