Dýrin hafa myndað meirihluta og funda í Alþingishúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Skemmtilegt myndband frá Jane Telephonda. Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög