„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2017 10:30 Manúela er mjög stór á bæði Snapchat og Instagram. „Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
„Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist