Valdís endaði þriðja og er örugg með keppnisrétt á næsta ári Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:15 Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni. Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira