Valdís endaði þriðja og er örugg með keppnisrétt á næsta ári Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:15 Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira