Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 06:20 Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði. Vísir/getty Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56