Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 06:20 Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði. Vísir/getty Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56