Alþjóðlegur dagur dánaraðstoðar Ingrid Kuhlman skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun