Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2017 14:30 Slysið varð á Öxnadalsheiði þann 24. júní í fyrra. Myndin er úr Öxnadal en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag. Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag.
Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45
Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48