Bisping er mikill ruslakjaftur og hefur gert allt til þess að æsa GSP upp. Það bara virkar ekki. St-Pierre finnst hann bara fyndinn og skellihlær að öllu sem hann segir. Að öðru leyti virðist vera nokkuð gott á milli þeirra.
„Georges er stórglæsilegur og það er synd að ég þurfi að lemja þetta fallega andlit,“ sagði Bisping er þeir voru saman í sjónvarpsþætti.
Í nýjasta þætti af Embedded er einnig fylgst með fleiri stjörnum UFC 217 sem meðal annas skella sér á hokkýleik með NY Rangers.