Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:17 Þurrkar hafa valdið hungusneyð á Sahel-svæðinu. Loftslagsbreytingar munu líklega gera svæðið enn þurrara á næstu áratugum. Vísir/AFP Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF. Loftslagsmál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF.
Loftslagsmál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira