Segir brottreksturinn til marks um áhrif sín Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent