Segir brottreksturinn til marks um áhrif sín Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira