Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Bónus hefur greinilega lækkað vöruverð sitt töluvert á fjölda vörutegunda frá opnun Costco. vísir/eyþór Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30