Margvísleg áhrif óveðursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2017 08:22 Aðgerðastjórn var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu í gær. VÍSIR/VILHELM Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum. Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum.
Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30