Það tók Hardy aðeins 32 sekúndur að rota Joe Hawkins. Hann náði fyrst góðu sparki sem hann fylgdi eftir með þungu hægri handar höggi sem kláraði Hawkins.
Hardy var stjarna í NFL-deildinni allt þar til hann gekk í skrokk á unnustu sinni. Hann hefur síðan verið í stöðugum vandræðum utan vallar.
Hardy æfði í ár fyrir þennan bardaga í hinum fræga MMA-sal hjá American Top Team þar sem margir bestu bardagakapparnir í UFC æfa.
Hardy, sem er 29 ára, tekur þennan nýja feril sinn alvarlega og segist stefna á að fá samning hjá UFC.